tisa: Búðu þig undir kast. Hláturskast...
mánudagur, apríl 17, 2006
Búðu þig undir kast. Hláturskast...
Þetta finnst mér svo æðislega fyndið. Ég er með mjög háþróaðan húmor. Ef þú ert líka með háþróaðan húmor ertu um það bil að fara að deyja núna.Úr hlátri.

Meira HÉR ... afhverju var ég ekki búin að uppgvöta þetta fyrr. Það er eins og einhver hafi tekið hugsanir mínar og búið til teiknimyndasögu úr þeim.
Annars er ég komin í páskafrí núna. Engin vinna þar til á sunnudaginn. Já, ég er búin að nýta fríið til hins ýtrasta og ég er ekki að tala um heimalærdóm heldur vinna. Ég vann meira að segja á páskadag! og föstudaginn langa! og laugardaginn þar á milli! og meira svo! Það versta við að vinna á Hrafnistu er að það lokar aldrei á hátíðsdögum, en aftur móti var ég á 90% álagi þannig ég kvarta ekki. Svo er ég að búast við launahækkun á næsta leiti... verkföll og allur pakkinn annars.
Afraksturinn af þessu öllu saman mun svo koma í ljós eftir sex vikur þegar ég verð keyrandi um á bílnum mínum, hlæjandi að ykkur hinum út í strætóskýli. Haha mun ég segja og aka svo á vit ævintýranna.
Hef ég einhverntíman minnst á það að mamma er dagmamma?
Mæli ekki með því.
Ein enn í lokin

Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 22:27
2 comments